Gegnheilar postulínskrónur

Hvers vegna að vera með gegnheilar postulínskrónur?

Í sumum tilfellum mæla tannlæknar með gegnheilum postulínskrónum, sem dæmi, þegar verið er að endurgera efri og neðri framtennur. Fagurfræðilega standa gegnheilar postulínskrónur mun framar hvað gæði snertir en postulínskróna sem kveikt er við málm- eða gullkrónur. Gegnheilar postulínskrónur eru smíðaðar aðeins úr postulíni sem gerir það að verkum að útlitið er náttúrulegra því ljós leikur í gegnum þær líkt og um venjulegar tennur sé að ræða og grámi kemur ekki í gegn.

Verklag okkar við gerð gegnheilla postulínskróna:

Þegar gegnheilar postulínskrónur eru notaðar er það gert í eftirfarandi skrefum samkvæmt niðurstöðum frá ráðgjafafundi:

• Undirbúningur tanna
• Mót er tekið af tönnum
• Bráðabirgðakrónu er komið fyrir
• Smíði gegnheillar postulínskrónu
• Ísetning gegnheilu postulínskrónunnar

Í fyrstu heimsókn undirbýr tannlæknirinn tennurnar og mót af tönnum er tekið sem notað er til að smíða postulínskrónurnar. Bráðabirgðakrónum er síðan komið fyrir. Við næstu heimsókn fjarlægir tannlæknirinn bráðabirgðakrónurnar og kemur gegnheilu postulínskrónunum fyrir á tönnunum.

Verðin okkar